Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 12:30 Betelgás á mynd sem var tekin með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í janúar. ESO/M. Montargès og fleiri Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri Geimurinn Vísindi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri
Geimurinn Vísindi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira