Kínverjar segja að nýjum kórónuveirusmitum fari fækkandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 08:14 Starfsmenn í hlífðarklæðnaði búa sig undir að sótthreinsa í íbúðarhverfi í Beijing vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56