Vilja bíða með að fjölga liðum í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:15 Frá leik FH og KR í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Vísir/Daníel Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira