Britta Nielsen dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:40 Britta Nielsen í dómsal í fyrra. AP/Themba Hadebe Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13