Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþonið fer ekki fram í ár en hlauparar geta safnað áheitum. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18
Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00