Stuðningsmenn Man. United hrósa Romelu Lukaku fyrir svarið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:00 Romelu Lukaku hefur skorað 33 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Inter. Hann skoraði samtals 42 á tveimur tímabilum með Manchester United sem er alslæmt heldur. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira