Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 16:30 Erling Braut Håland og Jadon Sancho fóru mikinn að venju í liði Dortmund í dag. Vísir/Getty Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira