Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 07:31 Frá Manila, höfuðborg Filippseyja. Vísir/Getty Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið. Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið.
Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15
Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent