Vildi sjá heiminn áður en hún yrði blind Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:15 Ruth og Auðun búa í húsbíl Stöð 2 „Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira