Forval demókrata hefst í Iowa Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. febrúar 2020 08:31 Frá kosningafundi Bernie Sanders sem mælist með mestan stuðning frambjóðanda fyrir forvalið í Iowa. AP/John Locher Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira