Djokovic sá ekkert að því að slá á skó dómarans í miðjum úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:30 Novak Djokovic sló á fætur dómarans Damien Dumusois EPA-EFE/DAVE HUNT Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir. Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir.
Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Sjá meira