Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Heimsljós kynnir 4. febrúar 2020 10:00 Snemmbær greining skiptir sköpum. WHO/ David Spitz Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök í heiminum í dag og dregur um 9,6 milljónir einstaklinga til dauða ár hvert, um 70% þeirra í þróunarríkjum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að samkvæmt heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun eigi að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameins og annarra krónískra sjúkdóma fyrir 2030. Þar segir að árið 2017 hafi Alþjóða heilbrigðisþingið samþykkt ályktun með hvatningu til ríkisstjórna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að hraðað verði aðgerðum til að ná þeim árangri sem stefnt er að heimsmarkmiðunum. Á Íslandi létust árið 2018 alls 585 einstaklingar úr krabbameini, 299 karl og 286 konur. Að meðaltali fimm árin á undan, 2014-2018, létust að meðaltali 616 á hverju ári. Á sama tímabili greindust árlega að meðaltali 832 ný mein hjá körlum og 815 hjá konum, samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags Íslands.Auknar lífslíkurÍ frétt UNRIC segir að líkur krabbameinssjúklinga á að lifa af hafi aukist verulega í ríkjum sem státa af góðu heilbrigðiskerfum, þökk sé snemmbærri greiningu, hágæða meðferð og góðri eftirfylgni. „Í lág- og meðaltekjuríkjum getur fjöldinn allur af krabbameinssjúklingum ekki treyst á snemmbæra greiningu, læknisþjónustu á viðráðanlegu verði eða fullnægjandi læknismeðferð. Um það bil 70% þeirra sem látast úr krabbameini í heminum koma frá lág- eða meðaltekjuríkjum,“ segir í fréttinni. Meðfylgjandi skýringarmynd fylgir frétt UNRIC Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök í heiminum í dag og dregur um 9,6 milljónir einstaklinga til dauða ár hvert, um 70% þeirra í þróunarríkjum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að samkvæmt heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun eigi að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameins og annarra krónískra sjúkdóma fyrir 2030. Þar segir að árið 2017 hafi Alþjóða heilbrigðisþingið samþykkt ályktun með hvatningu til ríkisstjórna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að hraðað verði aðgerðum til að ná þeim árangri sem stefnt er að heimsmarkmiðunum. Á Íslandi létust árið 2018 alls 585 einstaklingar úr krabbameini, 299 karl og 286 konur. Að meðaltali fimm árin á undan, 2014-2018, létust að meðaltali 616 á hverju ári. Á sama tímabili greindust árlega að meðaltali 832 ný mein hjá körlum og 815 hjá konum, samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags Íslands.Auknar lífslíkurÍ frétt UNRIC segir að líkur krabbameinssjúklinga á að lifa af hafi aukist verulega í ríkjum sem státa af góðu heilbrigðiskerfum, þökk sé snemmbærri greiningu, hágæða meðferð og góðri eftirfylgni. „Í lág- og meðaltekjuríkjum getur fjöldinn allur af krabbameinssjúklingum ekki treyst á snemmbæra greiningu, læknisþjónustu á viðráðanlegu verði eða fullnægjandi læknismeðferð. Um það bil 70% þeirra sem látast úr krabbameini í heminum koma frá lág- eða meðaltekjuríkjum,“ segir í fréttinni. Meðfylgjandi skýringarmynd fylgir frétt UNRIC Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent