Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Heung-Min Son og Serge Aurier fagna sigurmarki Kóreumannsins. Getty/Charlotte Wilson Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira