Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 18:30 Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Getty/Justin Sullivan Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, hefur kallað eftir endurskoðun á úrslitum kjörfunda sem fram fóru í Iowa-ríki á mánudag. Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals Demókrata í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Um var að ræða fyrsta forvalið af mörgum þar sem Demókratar velja sér forsetaframbjóðanda fyrir komandi kosningar. Perez hefur ekki kallað eftir eiginlegri endurtalningu heldur óskað eftir því að farið verði yfir gögn frá kjörfundunum og þau borin saman tilkynntar niðurstöður frá flokksstjórn Demókrata í Iowa. Með þessu vill formaðurinn tryggja nákvæmni niðurstaðna og auka traust almennings á þeim. A recanvass is a review of the worksheets from each caucus site to ensure accuracy. The IDP will continue to report results.— Tom Perez (@TomPerez) February 6, 2020 Tafirnar hafa leitt til mikillar óánægju og óvissu en nú hafa niðurstöður borist frá 97% kjörfundanna sem fram fóru í ríkinu á mánudag. Sem stendur munar afar litlu á frambjóðendunum Bernie Sanders og Pete Buttigieg sem deila toppsætinu. New York Times greindi frá því fyrr í dag að greining sérfræðinga bendi til þess að úrslitin frá umræddum kjörfundum séu full af misræmi og mistökum. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, hefur kallað eftir endurskoðun á úrslitum kjörfunda sem fram fóru í Iowa-ríki á mánudag. Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals Demókrata í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Um var að ræða fyrsta forvalið af mörgum þar sem Demókratar velja sér forsetaframbjóðanda fyrir komandi kosningar. Perez hefur ekki kallað eftir eiginlegri endurtalningu heldur óskað eftir því að farið verði yfir gögn frá kjörfundunum og þau borin saman tilkynntar niðurstöður frá flokksstjórn Demókrata í Iowa. Með þessu vill formaðurinn tryggja nákvæmni niðurstaðna og auka traust almennings á þeim. A recanvass is a review of the worksheets from each caucus site to ensure accuracy. The IDP will continue to report results.— Tom Perez (@TomPerez) February 6, 2020 Tafirnar hafa leitt til mikillar óánægju og óvissu en nú hafa niðurstöður borist frá 97% kjörfundanna sem fram fóru í ríkinu á mánudag. Sem stendur munar afar litlu á frambjóðendunum Bernie Sanders og Pete Buttigieg sem deila toppsætinu. New York Times greindi frá því fyrr í dag að greining sérfræðinga bendi til þess að úrslitin frá umræddum kjörfundum séu full af misræmi og mistökum. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00