Aron íhugaði að hætta í fótbolta en komst á beinu brautina með hjálp sálfræðinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 23:30 Aron lék aðeins 30 leiki með Werder Bremen á fjórum árum. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira