Fórnar Ólympíuleikunum til að berjast fyrir frelsi manns sem situr í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:30 Maya Moore með Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016. Getty/Jesse D. Garrabrant Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020 Bandaríkin NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020
Bandaríkin NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira