Stjörnumenn hafa ekki tapað síðan þeir mættu Keflvíkingum síðast og þeir mæta þeim aftur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 17:00 Deane Williams og Ægir Þór Steinarsson í baráttunni í fyrri leik Stjörnunnar og Keflavíkur í vetur. Stjörnuliðið hefur ekki tapað síðan. Vísir/Daníel Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina. Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina.
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira