Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 07:30 Chris Paul og Kobe Bryant í leik fyrir meira en áratug síðan. Getty/Noah Graham Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. Oklahoma City Thunder tapaði þá með tíu stigum á móti Dallas Mavericks 107-97. Auk fjarveru Chris Paul þá var Kobe minnst á marga vegu þetta kvöld. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 11 fráköst. Dennis Schroder skoraði 21 stig fyrir OKC. Luka pays tribute to all the victims of yesterday's tragedy on his kicks tonight. (via @dallasmavs) pic.twitter.com/2AXOi8znw1— Yahoo Sports (@YahooSports) January 28, 2020 Eftir síðasta leik Oklahoma City Thunder þá fór Chris Paul heim til Los Angeles til að fylgjast með danssýningu dóttur sinnar og hann var þar þegar fréttist af þyrluslysi Kobe Bryant. „Ég hef talað við hann en það verða áfram einkasamtöl og ég ætla ekki að segja frá þeim. Það sem við ræddum var á milli mín og Chris en það er í lagi með hann. Hann tók sér einn persónulegan dag,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City Thunder. Þetta er í fyrsta sinn í vetur þar sem Chris Paul er ekki í búningi en hann hefur gert mjög góða hluti með Oklahoma City liðinu. Chris Paul will miss his first game of the season as he mourns the loss of friend Kobe Bryant. #NBAhttps://t.co/EeJjoKYu2k— ESPN5 (@Sports5PH) January 28, 2020 Chris Paul og Kobe Bryant urðu mjög nánir þegar þeir léku saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum og Paul ásamt þeim Carmelo Anthony og Dwyane Wade buðu Kobe Bryant í sérstakan veislukvöldverð á síðastu Stjörnuhelginni hans árið 2016. Chris Paul hefur átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder og er maðurinn sem tekur yfir hjá liðinu í look leikja. Hann er með 17,2 stig, 5,0 fráköst og 6,4 stoðsendingar að meðaltali og enginn skorar meira í deildinni en þegar úrslit leikjanna eru að ráðast svokölluð „clutch-time“ stig. Buddy Hield goes for a career-high 42 PTS, 9 3PM, and the @SacramentoKings come back from 27 down to win in OT. De'Aaron Fox: 22 PTS, 7 REB, 8 AST Nemanja Bjelica: 20 PTS, 9 REB, 8 AST pic.twitter.com/qZmuW5rcLT— NBA (@NBA) January 28, 2020 Eric Gordon skoraði 50 stig og sá til þess að vængbrotið lið Houston Rockets vann 126-117 útisigur á Utah Jazz án þeirra James Harden og Russell Westbrook. Danuel House Jr. og Austin Rivers voru báðir með 21 stig en þetta var fyrsta tap Utah á heimavelli síðan 9. desember. Eric Gordon varð fyrsti leikmaður Houston Rockets, sem ekki heitir James Harden, til að skora 50 stig í leik síðan að Hakeem Olajuwon gerði það í janúar 1996. The @DetroitPistons pay tribute to Kobe Bryant by wearing No. 24 and No. 8 jerseys during pregame introductions. pic.twitter.com/dOuXgsiAlF— NBA (@NBA) January 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Houston Rockets 117-126 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 110-109 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 129-133 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 97-107 Miami Heat - Orlando Magic 113-92 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 100-115 De'Aaron Fox intentionally misses the free-throw, gets the rebound and lays it in to force OT. pic.twitter.com/FY2nrEpAQk— NBA (@NBA) January 28, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. Oklahoma City Thunder tapaði þá með tíu stigum á móti Dallas Mavericks 107-97. Auk fjarveru Chris Paul þá var Kobe minnst á marga vegu þetta kvöld. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 11 fráköst. Dennis Schroder skoraði 21 stig fyrir OKC. Luka pays tribute to all the victims of yesterday's tragedy on his kicks tonight. (via @dallasmavs) pic.twitter.com/2AXOi8znw1— Yahoo Sports (@YahooSports) January 28, 2020 Eftir síðasta leik Oklahoma City Thunder þá fór Chris Paul heim til Los Angeles til að fylgjast með danssýningu dóttur sinnar og hann var þar þegar fréttist af þyrluslysi Kobe Bryant. „Ég hef talað við hann en það verða áfram einkasamtöl og ég ætla ekki að segja frá þeim. Það sem við ræddum var á milli mín og Chris en það er í lagi með hann. Hann tók sér einn persónulegan dag,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City Thunder. Þetta er í fyrsta sinn í vetur þar sem Chris Paul er ekki í búningi en hann hefur gert mjög góða hluti með Oklahoma City liðinu. Chris Paul will miss his first game of the season as he mourns the loss of friend Kobe Bryant. #NBAhttps://t.co/EeJjoKYu2k— ESPN5 (@Sports5PH) January 28, 2020 Chris Paul og Kobe Bryant urðu mjög nánir þegar þeir léku saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum og Paul ásamt þeim Carmelo Anthony og Dwyane Wade buðu Kobe Bryant í sérstakan veislukvöldverð á síðastu Stjörnuhelginni hans árið 2016. Chris Paul hefur átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder og er maðurinn sem tekur yfir hjá liðinu í look leikja. Hann er með 17,2 stig, 5,0 fráköst og 6,4 stoðsendingar að meðaltali og enginn skorar meira í deildinni en þegar úrslit leikjanna eru að ráðast svokölluð „clutch-time“ stig. Buddy Hield goes for a career-high 42 PTS, 9 3PM, and the @SacramentoKings come back from 27 down to win in OT. De'Aaron Fox: 22 PTS, 7 REB, 8 AST Nemanja Bjelica: 20 PTS, 9 REB, 8 AST pic.twitter.com/qZmuW5rcLT— NBA (@NBA) January 28, 2020 Eric Gordon skoraði 50 stig og sá til þess að vængbrotið lið Houston Rockets vann 126-117 útisigur á Utah Jazz án þeirra James Harden og Russell Westbrook. Danuel House Jr. og Austin Rivers voru báðir með 21 stig en þetta var fyrsta tap Utah á heimavelli síðan 9. desember. Eric Gordon varð fyrsti leikmaður Houston Rockets, sem ekki heitir James Harden, til að skora 50 stig í leik síðan að Hakeem Olajuwon gerði það í janúar 1996. The @DetroitPistons pay tribute to Kobe Bryant by wearing No. 24 and No. 8 jerseys during pregame introductions. pic.twitter.com/dOuXgsiAlF— NBA (@NBA) January 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Houston Rockets 117-126 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 110-109 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 129-133 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 97-107 Miami Heat - Orlando Magic 113-92 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 100-115 De'Aaron Fox intentionally misses the free-throw, gets the rebound and lays it in to force OT. pic.twitter.com/FY2nrEpAQk— NBA (@NBA) January 28, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira