Fékk útborgað í andlitsgrímum og dreifði til þeirra sem þurfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 14:26 Algeng sjón í Kína um þessar mundir. AP/Vincent Yu Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36