Móðir barnanna handtekin grunuð um morð Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 10:06 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni.
Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48