Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2020 07:00 Höskuldur tileinkaði bróður sínum glæsilegt mark sem hann skoraði í sigri Breiðabliks á ÍA á Akranesi síðasta sumar. vísir/bára Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, missti bróður sinn síðasta sumar. Hann var aðeins 28 ára þegar hann féll frá. Höskuldur spilaði leik gegn ÍA á Akranesi daginn eftir að bróðir hans lést og skoraði í 1-2 sigri Breiðabliks. Markið má sjá hér fyrir neðan. Höskuldur ræddi um bróðurmissinn í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 á laugardaginn. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur lent í og mesta áfallið. Maður er enn að vinna úr þessu,“ sagði Höskuldur. Höskuldur segir að bróðir sinn hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann byrjaði að æfa fótbolta. „Mig langaði að spila fyrir hann og ég ákvað að fylgja innsæinu. Fótboltinn var okkar tenging. Ég fór í fótbolta út af honum. Við fórum saman út á sparkvöll og hann þjálfaði mig,“ sagði Höskuldur. „Mér fannst voða gott að vinna í sorgarferlinu í gegnum fótboltann og heiðra minningu hans í gegnum þann hlut sem tengdi okkur mest; fótboltann. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem þekktu hann, að skora þetta mark og tileinka honum það.“ Höskuldur ákvað að spila leikinn gegn ÍA þrátt fyrir áfallið daginn áður. „Mig langaði svo að gera það um nóttina þegar ég hugsaði hvort ég ætti að spila leikinn eða ekki. Maður var í sjokk ástandi en mér fannst ég eiga að spila leikinn,“ sagði Höskuldur. „Mörgum fannst þetta skrítið. Ég svaf ekkert um nóttina, borðaði ekkert og það var ekki áskjósanlegt að spila fótboltaleik. En mig langaði svakalega að spila fyrir hann og fjölskylduna. Mér fannst það gott og það var styrkur fyrir fjölskylduna. Þetta er dýrmæt minning.“ Höskuldur var lánaður til Breiðabliks frá Halmstad síðasta vor. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deild karla í fyrra og sex mörk í fjórum bikarleikjum. Höskuldur hefur alls leikið 88 leiki fyrir Blika í efstu deild og skorað 18 mörk. Höskuldur er í íslenska A-landsliðinu sem mætir El Salvador og Kanada í tveimur vináttulandsleikjum í þessari viku. Viðtalið við Höskuld má hlusta á hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, missti bróður sinn síðasta sumar. Hann var aðeins 28 ára þegar hann féll frá. Höskuldur spilaði leik gegn ÍA á Akranesi daginn eftir að bróðir hans lést og skoraði í 1-2 sigri Breiðabliks. Markið má sjá hér fyrir neðan. Höskuldur ræddi um bróðurmissinn í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 á laugardaginn. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur lent í og mesta áfallið. Maður er enn að vinna úr þessu,“ sagði Höskuldur. Höskuldur segir að bróðir sinn hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann byrjaði að æfa fótbolta. „Mig langaði að spila fyrir hann og ég ákvað að fylgja innsæinu. Fótboltinn var okkar tenging. Ég fór í fótbolta út af honum. Við fórum saman út á sparkvöll og hann þjálfaði mig,“ sagði Höskuldur. „Mér fannst voða gott að vinna í sorgarferlinu í gegnum fótboltann og heiðra minningu hans í gegnum þann hlut sem tengdi okkur mest; fótboltann. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem þekktu hann, að skora þetta mark og tileinka honum það.“ Höskuldur ákvað að spila leikinn gegn ÍA þrátt fyrir áfallið daginn áður. „Mig langaði svo að gera það um nóttina þegar ég hugsaði hvort ég ætti að spila leikinn eða ekki. Maður var í sjokk ástandi en mér fannst ég eiga að spila leikinn,“ sagði Höskuldur. „Mörgum fannst þetta skrítið. Ég svaf ekkert um nóttina, borðaði ekkert og það var ekki áskjósanlegt að spila fótboltaleik. En mig langaði svakalega að spila fyrir hann og fjölskylduna. Mér fannst það gott og það var styrkur fyrir fjölskylduna. Þetta er dýrmæt minning.“ Höskuldur var lánaður til Breiðabliks frá Halmstad síðasta vor. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deild karla í fyrra og sex mörk í fjórum bikarleikjum. Höskuldur hefur alls leikið 88 leiki fyrir Blika í efstu deild og skorað 18 mörk. Höskuldur er í íslenska A-landsliðinu sem mætir El Salvador og Kanada í tveimur vináttulandsleikjum í þessari viku. Viðtalið við Höskuld má hlusta á hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira