Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00