Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00