Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:00 Shaquill Griffin hjá Seattle Seahawks fagnar sigri á heimavelli Philadelphia liðsins í gær. Getty/Rob Carr Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC) NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC)
NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira