Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 12:31 Teikning af TESS-geimsjónaukanum sem var skotið á loft í apríl árið 2018. MIT Fyrsta fjarreikistjarnan með líkindi við jörðina sem bandaríski geimsjónaukinn TESS hefur fundið eftir að honum var skotið á loft árið 2018 er talinn hentug fyrir frekari rannsóknir, þar á meðal með nýrri kynslóð mælitækja. Hnötturinn er á stærð við jörðina og er í svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Upphaflega fór TOI 700, móðurstjarna reikistjörnunnar, fram hjá stjörnufræðingum sem mögulega lífvænlegur hnöttur. Hún var á meðal þúsunda stjarna sem TESS (Transiting Exoplanet Survey Satellite) hefur fylgst með um langt skeið til að leita að fjarreikistjörnum. Stjarnan var talin á stærð við sólina okkar og reikistjörnurnar á braut um hana því stærri og heitari en þær eru í raun. Fundurinn var meðal annars staðfestur með Spitzer-geimsjónauka NASA. Vísindamenn komu auga á mistökin og komust að því að TOI 700 er svonefndur rauður dvergur, flokkur stjarna sem eru minni og svalari en sólin okkar. Hún hefur um það bil 40% af massa sólarinnar og yfirborð hennar er um helmingi svalara, að því er segir í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Stjarnan er í um hundrað ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Dorado sem sést frá suðurhveli jarðar. Þrjár reikistjörnur fundust á braut um stjörnuna, tvær bergreikistjörnur og önnur sem er talin líkari ísrisanum Neptúnusi. Sú ysta, TOI 700d reyndist um það bil á stærð við jörðina og sú einan sem var innan lífbeltis stjörnunnar, þess svæðis þar sem hitastig gæti þýtt að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Snúa líklega alltaf sömu hlið að stjörnunni TOI 700d er um fimmtungi stærri en jörðin og gengur um móðurstjörnuna á 37 dögum, tæplega tífalt hraðar en jörðin gengur um sólina. Reikistjarnan fær um 86% af þeirri sólarorku sem jörðin fær frá sólinni. Það þýðir þó ekki að TOI 700d sé endilega lífvænlegur heimur. Athuganir stjörnufræðinga benda til þess að allar reikistjörnurnar séu með bundinn möndulsnúning þannig að þær snúa alltaf sömu hliðinni að henni, líkt og tunglið gerir við jörðina. Þessi bundni möndulsnúningur gæti skapað veðuröfgar á yfirborði TOI 700d. Loftslagslíkön sem vísindamenn notuðu til að líkja eftir mögulegum aðstæðum þar gáfu margvíslegar niðurstöður. Samkvæmt einni gæti yfirborði verið þakið höfum og þykkum lofthjúpi úr koltvísýringi líkt og vísindamenn telja að Mars hafi verið í fyrndinni. Þykk skýjahula lægi þá yfir þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr að stjörnunni. Önnur keyrsla á líkaninu gaf veröld án skýja og hafs þar sem vindar blésu frá næturhliðinni að þeim punkti sem snýr beint að stjörnunni. Vænlegur kostur fyrir frekari rannsóknir Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öflug sólgos og blossa sem baða umhverfi þeirra í útfjólublárri geilsun og gæti torveldað líf í kringum þá. Engir slíkir blossar sáust þó á þeim ellefu mánuðum sem vísindamenn fylgdust með stjörnunni. Það eykur líkurnar á að TOI 700d gæti verið lífvænleg og auðveldar vísindamönnum að líkja eftir að stæðum í lofthjúpi og á yfirborði reikistjörnunnar. Lítil blossavirkni gerir sólkerfið jafnframt að góðum kosti fyrir frekari rannsóknir á nákvæmum massa reikistjarnanna og stjörnunnar. Slíkar mælingar gætu staðfest kenningu stjörnufræðinganna um að innsta og ysta reikistjarnan séu bergreikistjörnur en sú í miðjunni sé úr gasi. Þegar ný kynslóð sjónauka kemst í notkun væri ennfremur hægt að rannsaka hvort reikistjörnurnar hafa lofthjúp og efnagreina hann. Þannig gætu vísindamenn komist að því hvort að vatn, sem talin er frumforsenda lífs eins og við þekkjum það, sé til staðar þar. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrsta fjarreikistjarnan með líkindi við jörðina sem bandaríski geimsjónaukinn TESS hefur fundið eftir að honum var skotið á loft árið 2018 er talinn hentug fyrir frekari rannsóknir, þar á meðal með nýrri kynslóð mælitækja. Hnötturinn er á stærð við jörðina og er í svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Upphaflega fór TOI 700, móðurstjarna reikistjörnunnar, fram hjá stjörnufræðingum sem mögulega lífvænlegur hnöttur. Hún var á meðal þúsunda stjarna sem TESS (Transiting Exoplanet Survey Satellite) hefur fylgst með um langt skeið til að leita að fjarreikistjörnum. Stjarnan var talin á stærð við sólina okkar og reikistjörnurnar á braut um hana því stærri og heitari en þær eru í raun. Fundurinn var meðal annars staðfestur með Spitzer-geimsjónauka NASA. Vísindamenn komu auga á mistökin og komust að því að TOI 700 er svonefndur rauður dvergur, flokkur stjarna sem eru minni og svalari en sólin okkar. Hún hefur um það bil 40% af massa sólarinnar og yfirborð hennar er um helmingi svalara, að því er segir í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Stjarnan er í um hundrað ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Dorado sem sést frá suðurhveli jarðar. Þrjár reikistjörnur fundust á braut um stjörnuna, tvær bergreikistjörnur og önnur sem er talin líkari ísrisanum Neptúnusi. Sú ysta, TOI 700d reyndist um það bil á stærð við jörðina og sú einan sem var innan lífbeltis stjörnunnar, þess svæðis þar sem hitastig gæti þýtt að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Snúa líklega alltaf sömu hlið að stjörnunni TOI 700d er um fimmtungi stærri en jörðin og gengur um móðurstjörnuna á 37 dögum, tæplega tífalt hraðar en jörðin gengur um sólina. Reikistjarnan fær um 86% af þeirri sólarorku sem jörðin fær frá sólinni. Það þýðir þó ekki að TOI 700d sé endilega lífvænlegur heimur. Athuganir stjörnufræðinga benda til þess að allar reikistjörnurnar séu með bundinn möndulsnúning þannig að þær snúa alltaf sömu hliðinni að henni, líkt og tunglið gerir við jörðina. Þessi bundni möndulsnúningur gæti skapað veðuröfgar á yfirborði TOI 700d. Loftslagslíkön sem vísindamenn notuðu til að líkja eftir mögulegum aðstæðum þar gáfu margvíslegar niðurstöður. Samkvæmt einni gæti yfirborði verið þakið höfum og þykkum lofthjúpi úr koltvísýringi líkt og vísindamenn telja að Mars hafi verið í fyrndinni. Þykk skýjahula lægi þá yfir þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr að stjörnunni. Önnur keyrsla á líkaninu gaf veröld án skýja og hafs þar sem vindar blésu frá næturhliðinni að þeim punkti sem snýr beint að stjörnunni. Vænlegur kostur fyrir frekari rannsóknir Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öflug sólgos og blossa sem baða umhverfi þeirra í útfjólublárri geilsun og gæti torveldað líf í kringum þá. Engir slíkir blossar sáust þó á þeim ellefu mánuðum sem vísindamenn fylgdust með stjörnunni. Það eykur líkurnar á að TOI 700d gæti verið lífvænleg og auðveldar vísindamönnum að líkja eftir að stæðum í lofthjúpi og á yfirborði reikistjörnunnar. Lítil blossavirkni gerir sólkerfið jafnframt að góðum kosti fyrir frekari rannsóknir á nákvæmum massa reikistjarnanna og stjörnunnar. Slíkar mælingar gætu staðfest kenningu stjörnufræðinganna um að innsta og ysta reikistjarnan séu bergreikistjörnur en sú í miðjunni sé úr gasi. Þegar ný kynslóð sjónauka kemst í notkun væri ennfremur hægt að rannsaka hvort reikistjörnurnar hafa lofthjúp og efnagreina hann. Þannig gætu vísindamenn komist að því hvort að vatn, sem talin er frumforsenda lífs eins og við þekkjum það, sé til staðar þar.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00