„Gömlu karlarnir“ allt í öllu á æsispennandi lokamínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 07:30 Chris Paul var frábær á lokakaflanum í nótt. Getty/Nathaniel S. Butler Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101 NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101
NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira