Wade fær þriggja daga hátíð þegar Miami Heat hengir upp treyjuna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 13:00 LeBron James fékk áritaða treyju frá Dwyane Wade á lokatímabili Wade í NBA. Getty/Harry How NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020 NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira