Taka stöðuna á Eurovision í apríl Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 10:48 Eurovision fer fram í maí ef aðstæður leyfa. Vísir/Getty Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31
Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26