Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:30 Frá skimun fyrir Covid-19 í Flórída í Bandaríkjunum. AP/Wilfredo Lee Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira