Nagelsmann hafnaði Real þegar Lopetegui var ráðinn Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 15:15 Nagelsmann á hliðarlínunni. vísir/getty Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, segist hafa hafnað Real Madrid árið 2018 er félagið var í leit að nýjum stjóra eftir að Zinedine Zidane hætti. Zidane stýrði liðinu frá janúarmánuði árið 2016 og til sumarsins 2018 en þá hætti hann. Því hófu Madrídingar leit og ofarlega á listanum virðist nafn Nagelsmann hafa verið. Hann hafnaði því hins vegar og Madrídingar réðu Julen Lopetegui. Hann entist einungis fjóra mánuði í starfi, Santiago Solari í næstu fimm áður en Zidane var svo mættur aftur og er þar enn. „Við töluðum saman í síma en ég tók ákvörðun um þetta að lokum. Mér fannst þetta ekki rétta skrefið að fara til Real Madrid,“ sagði Nagelsmann í samtali við Marca. „Ég var einn af þeim sem kom til greina og listinn var ekki langur. Það var mikilvægt. Ég átti gott samtal við Jose Angel Sanchez [framkvæmdastjóra Real] og við ákváðum að þetta væri ekki rétta skrefið.“ Nagelsmann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim 28 ára gamall árið 2018 en hann tók svo við Leipzig síðasta sumar. „Við ákváðum að tala aftur saman í framtíðinni ef Real vantaði þjálfara og ég væri á lausu.“ Leipzig er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en þeir mæta hinu Madrídar-liðinu, Atletico, á fimmtudagskvöldið í Portúgal. Julian Nagelsmann claims he turned down Real Madrid offer in 2018 ahead of Champions League clash with rivals Atletico https://t.co/qIc833tMVr— MailOnline Sport (@MailSport) August 9, 2020 Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, segist hafa hafnað Real Madrid árið 2018 er félagið var í leit að nýjum stjóra eftir að Zinedine Zidane hætti. Zidane stýrði liðinu frá janúarmánuði árið 2016 og til sumarsins 2018 en þá hætti hann. Því hófu Madrídingar leit og ofarlega á listanum virðist nafn Nagelsmann hafa verið. Hann hafnaði því hins vegar og Madrídingar réðu Julen Lopetegui. Hann entist einungis fjóra mánuði í starfi, Santiago Solari í næstu fimm áður en Zidane var svo mættur aftur og er þar enn. „Við töluðum saman í síma en ég tók ákvörðun um þetta að lokum. Mér fannst þetta ekki rétta skrefið að fara til Real Madrid,“ sagði Nagelsmann í samtali við Marca. „Ég var einn af þeim sem kom til greina og listinn var ekki langur. Það var mikilvægt. Ég átti gott samtal við Jose Angel Sanchez [framkvæmdastjóra Real] og við ákváðum að þetta væri ekki rétta skrefið.“ Nagelsmann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim 28 ára gamall árið 2018 en hann tók svo við Leipzig síðasta sumar. „Við ákváðum að tala aftur saman í framtíðinni ef Real vantaði þjálfara og ég væri á lausu.“ Leipzig er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en þeir mæta hinu Madrídar-liðinu, Atletico, á fimmtudagskvöldið í Portúgal. Julian Nagelsmann claims he turned down Real Madrid offer in 2018 ahead of Champions League clash with rivals Atletico https://t.co/qIc833tMVr— MailOnline Sport (@MailSport) August 9, 2020
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira