Bauð leikmönnunum bónus þjálfarans ef þeir slá út Man. United Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 13:30 Ståle í stuði. vísir/getty Ståle Solbakken, þjálfari FCK, hefur boðið leikmönnum sínum sinn eigin bónus takist þeim að slá út Manchester United. FCK og Manchester United mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Köln í kvöld en allar líkur eru á að enska stórliðið klári Danina. „Ef þið vinnið Manchester United þá fái þið minn bónus og þurfið ekki að hafa áhyggjur restina af ævinni,“ sagði Norðmaðurinn í léttum tón í búningsklefanum eftir 3-0 sigurinn á Istanbul Basaksehir sem tryggði FCK í 8-liða úrslitin. Who wouldn't want their boss's bonus? Some #MondayMotivation from @FCKobenhavn coach Stale Solbakkenpic.twitter.com/XOPjXGa8Yc— FIFA.com (@FIFAcom) August 10, 2020 Hann var einnig á léttu nótunum er hann ræddi við blaðamenn í Þýskalandi í gær og sagði að það væri ekki líklegt að hans menn myndu vinna United. „Þú ættir ekki að setja húsið undir á sigur okkar,“ sagði Solbakken. „Til þess að komast áfram þurfum við að spila fullkomnan leik. Við þurfum einnig heppni og að United spili ekki á alla sína strengi.“ „Við þurfum að spila fullkominn varnarleik og nýta þessa fáu tækifæri sem við munum fá. Möguleikarnir eru ekki frábærir en það er okkur i hag að þetta séu 90 mínútur en ekki 180,“ sagði Solbakken. Copenhagen boss writes off chances of beating Man Utd in Europa League showdown | @DiscoMirror https://t.co/fzGnuh70Pr pic.twitter.com/r1rkWVCLQ5— Mirror Football (@MirrorFootball) August 9, 2020 Leikur FCK og Man. United hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Ståle Solbakken, þjálfari FCK, hefur boðið leikmönnum sínum sinn eigin bónus takist þeim að slá út Manchester United. FCK og Manchester United mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Köln í kvöld en allar líkur eru á að enska stórliðið klári Danina. „Ef þið vinnið Manchester United þá fái þið minn bónus og þurfið ekki að hafa áhyggjur restina af ævinni,“ sagði Norðmaðurinn í léttum tón í búningsklefanum eftir 3-0 sigurinn á Istanbul Basaksehir sem tryggði FCK í 8-liða úrslitin. Who wouldn't want their boss's bonus? Some #MondayMotivation from @FCKobenhavn coach Stale Solbakkenpic.twitter.com/XOPjXGa8Yc— FIFA.com (@FIFAcom) August 10, 2020 Hann var einnig á léttu nótunum er hann ræddi við blaðamenn í Þýskalandi í gær og sagði að það væri ekki líklegt að hans menn myndu vinna United. „Þú ættir ekki að setja húsið undir á sigur okkar,“ sagði Solbakken. „Til þess að komast áfram þurfum við að spila fullkomnan leik. Við þurfum einnig heppni og að United spili ekki á alla sína strengi.“ „Við þurfum að spila fullkominn varnarleik og nýta þessa fáu tækifæri sem við munum fá. Möguleikarnir eru ekki frábærir en það er okkur i hag að þetta séu 90 mínútur en ekki 180,“ sagði Solbakken. Copenhagen boss writes off chances of beating Man Utd in Europa League showdown | @DiscoMirror https://t.co/fzGnuh70Pr pic.twitter.com/r1rkWVCLQ5— Mirror Football (@MirrorFootball) August 9, 2020 Leikur FCK og Man. United hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira