Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2020 08:04 Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Mynd: Mattías Stefánsson Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði