Hættir eftir birtingu myndar af sér með buxnaklaufina rennda niður Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 09:22 Jerry Falwell yngri tók við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Getty Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira