Grafa holur í Laugardalsvöllinn innan við mánuði fyrir Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:00 Svona lítur Laugardalsvöllurinn út í dag. Mynd/KSÍ Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira