Lætur Katrínu Tönju þrífa æfingasalinn í lok dags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með skúringagræjunar í lok dags eins og sjá mátti á Instagram síðu þjálfara hennar. Skjámynd/Instagram Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT
CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira