Mótmæla aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 18:12 Þúsundir taka þátt í mótmælunum í Berlín. FELIPE TRUEBA/EPA Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira