Landsbankinn aldrei lánað jafn mikið til heimila Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 19:05 Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins var birt í dag. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur