„Menn festast í að tala um 2013 en það er 2020 núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 11:00 Björn Daníel Sverrisson var gerður að fyrirliða FH fyrir tímabilið. vísir/hag FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10