Fór oft grátandi heim úr skólanum eftir kynþáttaníð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2020 10:29 Guðlaugur Victor hefur oft orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann var hann í raun í fullri vinnu við að passa að móðir hans myndi ekki fyrirfara sér og að yngri systir hans væri í lagi. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. Klippa: Oft kallaður negri af foreldrum hinna barnanna Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur segist ekki sjá eftir neinu í lífinu, þó að hann hafi gengið í gegnum fleira en flestir jafnaldrar sínir: „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.” Vildi vera hvítur Í viðtalinu koma Sölvi og Guðlaugur inn á það sem er að gerast í Bandaríkjunum í kringum George Floyd málið og Guðlaugur segir sögur af hlutum sem hann lenti í þegar hann var hörundsdökkt barn og unglingur á Íslandi: „Mikið í fótboltanum þegar ég var yngri, foreldrar á hliðarlínunni að segja alls konar hluti, það kom oft fyrir að það var öskrað inn á völlinn: „Stoppið þennan negra og svoleiðis“ frá foreldrum leikmanna í hinum liðunum,“ segir Guðlaugur Victor og bætir við: „Það var oft sem ég fór grátandi heim úr skólanum eftir að ég var kallaður einhverjum nöfnum og ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur.“ Guðlaugur er í mjög litlum samskiptum við pabba sinn, en fyrir ekki svo löngu hafði hann samband við hann og spurði hann hvernig það hefði verið að búa á Íslandi sem hörundsdökkur maður fyrir 25 árum síðan. „Það var „brutal” á þessum tíma sagði hann, sérstaklega til að byrja með.” Guðlaugur lenti nýverið í atviki sem hann segir að hafi snert sig mikið og staðfest fyrir sér að hlutirnir séu á leiðinni í rétta átt: „Ég var á Gömlu Smiðjunni í Lækjargötu að fá mér að borða með vinum mínum eftir að við höfðum verið úti að skemmta okkur og þá koma tveir gæjar og ryðjast fram fyrir röðina og ég bað þá um að fara aftur fyrir. Þá kom bara: „Fokkaðu þér negrinn þinn, drullaðu þér aftur heim til þín“ og eitthvað meira þannig. Ég stóð bara þarna og leyfði honum að tala við mig en síðan kemur stelpa upp úr engu og kýlir annan þeirra og það verður sena með dyravörðum og þeir fara að henda fólki út,” segir Guðlaugur, sem sá svo stelpuna nokkrum mínútum síðar þar sem hún var grátandi. „Hún er hágrátandi, þannig að ég stoppa bílinn og fer út og spyr hvort það sé allt í góðu og þá er hún ekki að gráta yfir því að hafa kýlt einhvern, heldur að gráta yfir því að það sé til fólk sem tali svona við aðra einstaklinga og þetta snerti mig mjög mikið. Þetta sýndi mér að það er mikið búið að gerast og mér fannst þetta bara stórt atvik.” Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann var hann í raun í fullri vinnu við að passa að móðir hans myndi ekki fyrirfara sér og að yngri systir hans væri í lagi. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. Klippa: Oft kallaður negri af foreldrum hinna barnanna Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur segist ekki sjá eftir neinu í lífinu, þó að hann hafi gengið í gegnum fleira en flestir jafnaldrar sínir: „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.” Vildi vera hvítur Í viðtalinu koma Sölvi og Guðlaugur inn á það sem er að gerast í Bandaríkjunum í kringum George Floyd málið og Guðlaugur segir sögur af hlutum sem hann lenti í þegar hann var hörundsdökkt barn og unglingur á Íslandi: „Mikið í fótboltanum þegar ég var yngri, foreldrar á hliðarlínunni að segja alls konar hluti, það kom oft fyrir að það var öskrað inn á völlinn: „Stoppið þennan negra og svoleiðis“ frá foreldrum leikmanna í hinum liðunum,“ segir Guðlaugur Victor og bætir við: „Það var oft sem ég fór grátandi heim úr skólanum eftir að ég var kallaður einhverjum nöfnum og ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur.“ Guðlaugur er í mjög litlum samskiptum við pabba sinn, en fyrir ekki svo löngu hafði hann samband við hann og spurði hann hvernig það hefði verið að búa á Íslandi sem hörundsdökkur maður fyrir 25 árum síðan. „Það var „brutal” á þessum tíma sagði hann, sérstaklega til að byrja með.” Guðlaugur lenti nýverið í atviki sem hann segir að hafi snert sig mikið og staðfest fyrir sér að hlutirnir séu á leiðinni í rétta átt: „Ég var á Gömlu Smiðjunni í Lækjargötu að fá mér að borða með vinum mínum eftir að við höfðum verið úti að skemmta okkur og þá koma tveir gæjar og ryðjast fram fyrir röðina og ég bað þá um að fara aftur fyrir. Þá kom bara: „Fokkaðu þér negrinn þinn, drullaðu þér aftur heim til þín“ og eitthvað meira þannig. Ég stóð bara þarna og leyfði honum að tala við mig en síðan kemur stelpa upp úr engu og kýlir annan þeirra og það verður sena með dyravörðum og þeir fara að henda fólki út,” segir Guðlaugur, sem sá svo stelpuna nokkrum mínútum síðar þar sem hún var grátandi. „Hún er hágrátandi, þannig að ég stoppa bílinn og fer út og spyr hvort það sé allt í góðu og þá er hún ekki að gráta yfir því að hafa kýlt einhvern, heldur að gráta yfir því að það sé til fólk sem tali svona við aðra einstaklinga og þetta snerti mig mjög mikið. Þetta sýndi mér að það er mikið búið að gerast og mér fannst þetta bara stórt atvik.” Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein