Morðinginn talinn hafa drepið annan „karlréttinda“-lögmann Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 12:18 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem er talin vera af Den Hollander þegar hann fór um Sambandslestarstöðina í Los Angeles 7. júlí, fjórum dögum áður en hann er talinn hafa skotið keppinaut sinn í „karlréttinda“-hreyfingunni til bana. AP/lögreglustjórinn í San Bernardino-sýslu Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið. Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07
Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27