Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:30 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í dag. Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins. vísir/baldur Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér. Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira