Klopp segir Lampard verða að læra og frábiður sér tal um hroka Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:45 Jürgen Klopp var ekki ánægður með hvernig Frank Lampard lét á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00
Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00