Sara skoraði í þriðja leiknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 15:00 Sara Björk hefur skorað í öllum þremur leikjunum sem hún hefur spilað með Lyon. vísir/vilhelm Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram. Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram.
Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira