Kröftugar göngur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2020 12:24 Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar. Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar. Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði
Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði