„Fordæmalaus stigmögnun“ í deilu Bandaríkjanna og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2020 19:00 Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna. Kína Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna.
Kína Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira