Afkoma Arion „umtalsvert“ betri en spáð var Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 15:57 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí. Íslenskir bankar Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Rekstur Arion banka gekk „umtalsvert“ betur á síðasta ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir, ef marka má orðsendingu bankans til Kauphallarinnar. Í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs segir að afkoma fjórðungsins hafi numið 4,9 milljörðum króna og að reiknuð arðsemi á ársgrundvelli hafi verið 10,5 prósent. Uppgjörið er sagt litast af jákvæðri þróun markaða á fjórðungnum. Þannig hafi hreinar fjármunatekjur verið jákvæðar um 2,7 milljarða króna, rekstraráhrif félaga til sölu hafi verið óveruleg og að niðurfærsla útlána numið næstum einum milljarði. Það sé „veruleg lækkun“ frá fyrsta fjórðungi. Heilt yfir hafi afkoman verið „umtalsvert umfram það sem spár greiningaraðila gera ráð fyrir.“ „Rétt er að taka fram að áfram er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu,“ segir í orðsendingunni til Kauphallarinnar. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé sé áfram mikill sem auðveldi bankanum að takast á við óvenjulegar aðstæður. Sem fyrr segir er aðeins um að ræða drög að uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en bankinn stefnir að því að birta formlegt uppgjör þann 29. júlí.
Íslenskir bankar Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira