Eiður í starfi hjá FH og KSÍ: „Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Tómas Ingi Tómasson og Atli Viðar fóru yfir KSÍ, Eið Smára og FH í gær. vísir/skjáskto Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48
Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00