Kristín Sif: Bréfið frá honum gerði kraftaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Kristín Sif fer yfir margt og mikið í samtali við Sölva. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira