Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2020 17:00 Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Blikum. vísir/bára Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15
„Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30