Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:48 Eiður Smári Guðjohnsen með sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari FH. mynd/stöð 2 Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00