„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:30 Logi Ólafsson í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32